mánudagur, ágúst 06, 2007

mbl.is

Ég skoða mbl.is nokkrum sinnum á dag. Ég held það líði varla sá dagur sem ég kíki ekki þangað inn. Mér finnst það samt ekki koma í staðin fyrir að lesa Fréttablaðið, bara góð viðbót.

Ég ákvað því að prófa að tjá mig hjá þeim þar sem mér skilst að það sé svo þægilegt í notkun bloggið þeirra.

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Millivegur

Hjört langar út úr bænum um helgina en ég er ekki eins spennt... Er til e-r millivegur?

föstudagur, júlí 27, 2007

Ohhh!!!

Af hverju missti ég af þessum?

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Vestfirðir - smá viðbót

Við vorum að detta í hús, létum langþráðan draum rætast og heimsóttum Vestfirðina, eyddum þar einni viku með tjaldvagninn í eftirdragi. Það er ofsalega fallegt á Vestfjörðunum og gaman að skoða nýja staði. Ég held ég hafi aldrei keyrt þarna um, bara flogið þegar ég var barn.
Við skoðuðum að sjálfsögðu Galdrasýninguna á Hólmavík og Kotbýli kuklarans. Mæli hiklaust með því!! Siggi frændi stóð sig að sjálfsögðu í stykkinu sem galdrakarlinn og Hrafn Elísberg er alveg með hann á heilanum, var alltaf að bíða eftir því að fara aftur að heimsækja Sigga. Hann fór líka með karlana og stærri börnin út á bát þar sem þau sáu sel og hval og náðu að veiða smá titt.
Ef ég hefði komist í sund hefðum við farið í pottana á Drangsnesi og eitthvað af þessum náttúrulaugum. En hinir hefðu sko getað farið - ég bannaði ekkert :) Pála og Kiddi buðu okkur svo í mat á Ísafirði, ofsalega notalegt og gaman að sjá bæinn þeirra.
Þetta var því alveg frábær ferð í alla staði.

Ég er oft ekkert æðislegur ferðafélagi þessa dagana en sem betur fer eru Nonni og Berglind svo einstök að þau þoldu mig í heila viku!! Kalla það bara ágætt. Glataðast fannst mér að komast ekki í sund í góða veðrinu en við náðum ekki að skoða allt sem við ætluðum okkur svo við verðum að fara aftur, fer þá í þessa potta og laugar :)
Þó ég sé ekkert æðislegur ferðafélagi oftast gat ég stundum líka verið æðislegur félagi, huhu. Við afrekuðum það eitt kvöldið að hlæja svo mikið að Berglind datt af stólnum og Ragnhildur vaknaði við okkur. Henni fannst frekar fyndið að heyra að við vorum varla byrjuð að tala þegar hinir voru farnir að hlæja að því sem sagt var. Þetta var auðvitað "Aðal kvöldið" hehe.

En hugsanlega meira um ferðina síðar - nú ætla ég að koma börnunum í háttinn.

p.s. Nonni skrifaði aðeins nánari ferðalýsingu hér.

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Tannpína?

Ég fór til tannlæknis í dag. Ég hef fengið verk út frá framtönninni síðasta hálfa árið og af því ég er svo tannlæknafælin hef ég ekki þorað að fara fyrr. Síðan er verkurinn alltaf að færast í aukana og var orðin nær óbærilegur fyrir nokkrum dögum. Ég hringdi því í tannsa sem átti ekki lausan tíma. Næsta ráð var því að hringja í Berglindi sem alltaf nennir að bjarga manni og bað hana að fá ábendingu um góðan tannsa hjá vinkonu sinni - tannlæknanema og tannlæknadóttur. Glætan að ég hleypi hverjum sem er upp í mig!!
Tannlæknapabbinn var svo indæll að bjóða mér að koma til sín þó hann væri í sumarfríi og ég fór og lýsti tannpínunni. Eftir tvær myndatökur og gott lúkk upp í mig kom í ljós að ég var bara alls ekkert með tannpínu!!
Kræst hvað ég skammaðist mín - búin að ræsa manninn úr sumarfríinu... ohhh. Svo er ég e-ð svo dofin þessa dagana að ég hafði ekki rænu á að þakka manninum almenninlega fyrir!!
Vanþakkláta barn hefur hann örugglega hugsað með sér. En ég er mjööög þakklát þó ég hafi ekki sýnt það nógu vel, svona ef þú skildir lesa síðuna mína indæli tannlæknir :)

mánudagur, júlí 09, 2007

Humarhátíð í Mosfellsbæ

Við Ragnhildur erum orðnar árinu eldri - bara 6 dagar milli afmælanna okkar og við áttum báðar ágætis afmælisdaga. Ragnhildur var á Humarhátíð á Höfn með ömmum sínum og öfum og Írisi, Sævari og Hlyni. Já og auðvitað fékk Hrafn að fara líka. Hún á svo ótrúlega góðar frænkur á Höfn sem bökuðu köku handa henni og hún fékk fullt af gjöfum.
Okkur var svo boðið í mat til tengdó á afmælisdaginn minn - eeelska að vera boðið í mat. Ekki verra þegar maturinn er svona rosalega góður. Ég fékk líka fullt af afmælispökkum :)

Við Hjörtur fengum svo okkar Humarhátíð í gær þegar mamma (eða Össi og Sævar) grillaði humarinn sem hún vann á Höfn. Hrriiiiikalega gott maður!!

Þá er það spurning dagsins - hvenær komumst við Hjörtur á Humarhátíð?? Veit ekki í hvað mörg ár við höfum ætlað en alltaf e-ð komið í veg fyrir það.
Vonandi næst.

sunnudagur, júlí 01, 2007

Heilbrigðiskerfið

Er búin að vera að velta einu fyrir mér um helgina. Er heilbrigðiskerfið okkar bara hugsað fyrir heilbrigða?? Mér finnst vanta kerfi hjá okkur sem er hugsað fyrir sjúklinga, sjúklingakerfi. Hver ætli yrði sjúklingaráðherra ef tekið væri upp slíkt kerfi? Það hlyti allavega bæta sjúklingaþjónustuna til muna ef það væri gert.

Heppin við heilbrigðu að eiga svona gott kerfi, verra fyrir hina.